13. desember 2005

Borðstofa námsmannsins

Frelsið er yndislegt, ég vil gera það sem ég vil. Svona leit borðstofan út þegar ég kom heim í gær, tíbilcal námsmannastofa. Núna er ég sem sagt komin í jólafrí í skólanum. Enginn skóli fyrr en um miðjan janúar, það verður frábært. Ég ætla ekki aftur að taka svo margar einingar í einu. Það var bara rugl og hættir að vera gaman að læra. Eftir áramót fer ég í skemmtilegan áfanga sem heitir Margmiðlun til náms og kennslu. Þá erum við að læra á ýmis forrit og það finnst mér svo gaman. Í júní ætla ég svo að láta útskrifa mig það verður líka gaman. Ég skálaði við Ásdísi í gærkvöldi, nú er hún búin í skólanum á bara eftir að útskrifast í júní. Það styttist í að við förum til Frakklands, var að segja við krakkana að nú þyrftum við að fara að þvo og svona... Það hefur allt setið á hakanum vegna náms og vinnu. Nú verður breyting þar á. Gaman að lifa.


bordstofa namsmannsins
Originally uploaded by Myndasida Fjolu.

Engin ummæli: