Þar fór það, en hvað annað get ég gert, jú það eru nú þegar gefin upp nöfn þeirra sem munu verða aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar og ég get fylgst með þeim. Ég sé að nokkur þeirra þekki ég nú þegar, kennarar sem eru duglegir við að blogga og segja frá hvernig þeir nýta upplýsingatækni í kennslu. Nú þegar er allt þetta fólk og fleiri áhugasamir farnir að tísta á Twitter með hastakinu #ettipad og skiptast þar á fróðleik sem afar áhugavert er að fylgjast með. Svo er bara að fylgjast reglulega með heimasíðu ráðstefnunnar og pikka upp nöfn þeirra sem bjóða sig fram til að vera með í málstofum. Það verður spennandi að sjá hvort þar verða ekki einhverjir kennarar sem hafa verið að prófa sig áfram með iPad í kennslu og hafa orðið góða reynslu og færni sem nýtist okkur hinum.
Hér fyrir neðan eru krækjur á blogg þeirra sem verða aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar og hvet ég alla til þess að fylgjast með þeim.
Gay Kawasaki útskrifaðist frá Stanford 1976 sem sálfræðingur, hann segist sjálfur hafa verið latur í skóla og enginn sérstakur námsmaður. Hér er hægt að lesa meira um náms og starfsferil hans.
Gay heldur úti bloggi á heimasíðu sinni sem er áhugavert að fylgjast með. Ég hef allavega einu sinni hlustað á hann á TED, sjá hér.
Kathy Schrock er kennari sem ég hef fylgst með lengi. Hún hefur starfað sem kennsluráðgjafi frá því 1990 og einbeitt sér að upplýsingatækni í skólum, bókasöfnum og öðrum opinberum stöðum í sínu nágrenni. Hún heldur úti nokkrum vefsíðum þar sem hún er að fjalla um upplýsingatækni m.a. í kennslu. Hún er mjög afkastamikill bloggari og bendir á margt áhugavert sem við getum nýtt okkur í kennslu.
Kristen Wideen er iPad fan og hefur kennt í leikskóla og upp í sjötta bekk. Hún setur stöðugt inn á bloggið sitt áhugavert efni sem nýtist nemendum, kennurum og foreldrum vel. Hún er hætt að kenna því það er svo mikið að gera hjá henni við að ferðast um Bandaríkin og halda erindi á ráðstefnum. Þar talar hún eingöngu um það hvernig hægt er að nýta iPad í skólastofunni. Kristen hefur á heimasíðu sinni gert lista yfir áhugaverð blogg, þar sem fjallað er um upplýsingatækni í kennslu. Endilega skoðið listann.
Justin Reich er áhugasamur um kennslufræði og menntaður fræðimaður frá Harvard háskóla og heldur úti að eigin sögn rafrænni ferilmöppu þar sem hann segir frá því sem hann upplifir og lærir í upplýsingatækni. Hann er einn af stofnendum Ed Teach Teacher sem heldur ráðstefnuna.
Kyle Pearce er stærðfræðikennari af líf og sál. Hann bloggar um stæðrfærði og vísindi og hvernig hægt er að nýta iPad í kennslu. Margt mjög áhugavert sem hann er að bendir á. Tab into TeenMinds heitir bloggið hans.
Reshan Richards er framkvæmdastjóri Educational Technology ans Mobile learning sem ég hef fylgst mikið með lengi. Reshan hefur í seinni tíð snúið sér að smáforritagerð og er t.d. einn af höfundum Explain Everything appinu. Hann samdi líka bókina Leading Online sem hægt er að kaupa á Appstore.
Greg Kulowic veit ég bara lítið um, en hann er einn af þeim sem eru með Ed Teach Teacher og bloggið hans heitir The History 2.0 Classroom.
Patrick Larkin er kennari sem starfar sem kennsluráðgjafi í Burlington skóla. Hann hefur verið að innleiða iPad í skólastarfið. Margt hægt að græða af reynslu hans.
Jonathan R Werner er bókasafns og upplýsingafræðingur sem er afar áhugasamur um upplýsingatækni í kennslu. Hann starar sem bókasafnsfræðingur og tækniráðgjafi í Cape Elizabet bókasafninu í Maine í USA. Hann er mjög virkur á Twitter með hastakið #1to1teacht, en hann var í mastersnámi og hélt þá úti bloggi sem er að finna hér.
Thomas Daccord er víðförull kennsluráðgjafi, hefur verið til ráðgjafar við námskrárgerð í mörgum heimsálfum. Hér er hægt að hlusta á eitt af erindum hans.
Sabba Quitwai er háskólkennari í Suður Californíu. Hún hefur reynslu af því að innleiða iPad í kennslu á unglingastigi. Heimasíðan sem hún kemur að var valin ein sú besta í fyrra. Það er síðan iPad Educators: iPad in Education
Graig Badura er upplýsingatækni kennari og hefur verið að innleiða UT í kennslu Auroraskóla í Nebraska í USA. Bloggið hans var valið eitt af 10 bestu bloggum um kennslustarf í fyrra.
Beth Holland er kennari sem útskrifaðist með meistaragráðu frá Harvard. Hún er ein af Ed Teach Teacher teyminu og bloggar um UT í skólatarfi.
Lawrence Reiff er sögukennari í Roslyn High School in Roslyn, NY. Hann er þekktastur fyrir Shakespeare’s Romeo & Juliet
1 ummæli:
Hæ Fjóla
Þetta er aldeilis flottur listi. Ætla að nota næstu daga til að skoða þetta nánar. Sit og bíð eftir #menntaspjall
Kveðja
Systa
Skrifa ummæli