Ég gat að vísu aðeins talað út frá leikskólanum og við höfum á margan hátt nýtt okkur fyrirtæki og stofnanir til þess að auðga nám barnanna. Við höfum bæði farið í heimsóknir til foreldra og fengið þá til okkar til þess að segja börnunum frá starfi sínu. Svo höfum við alltaf að einhverju leiti nýtt okkur vettvangsheimsóknir í fyrirtæki í tengslum við ákveðin þemu sem eru í gangi.
Ég man eftir því í "gamla daga" hvað hann Finnur í fiskbúðinni á Smiðjuveginum var duglegur að aðstoða okkur í leikskólanum Efstahjalla þegar við vorum að vinna með þemað fiskur. Finnur safnaði mörgum fisktegundum og kröbbum og kallaði svo í okkur svo börnin fengju að skoða fjölbreyttar tegundir af fiski. Við fórum svo alltaf með einhver sýnishorn með okkur í leikskólann. Einu sinni krufum við ýsu af því börnin vildu fá að sjá inn í hana. Börnin lærðu þannig ýmislegt um líffæri fiska. Margt sem kom þeim á óvart þá, en lyktin var víst ekki alltaf vinsæl og ég varð stundum að henda út skeljum og kröbbum vegna kvartana frá samstarfsfólki og öðrum sem ekkert vit höfðu á sjávarfangi. En það er nú önnur saga.
Hér er samantekt Ingva Hrannars á menntaspjalli dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli