Ég hef áður sagt ykkur frá leikskólanum sem ég heimsótti fyrir stuttu í Osló, en það er leikskólinn Myrertoppen Það nýjasta sem þau hafa verið að gera í upplýsingatækni er hreyfimyndagerð. Elstu börnin sem eru í Froskahóp gerðu þetta fína myndband með Stop Motion appinu í iPad. Hér má sjá bloggfærslu þeirra um vinnuna við myndbandið. Ég hef gert þó nokkuð af því að vinna með börnunum í leikskólanum í hreyfimyndagerð og það er alltaf jafn gaman. Fljótlega ætla ég að birta hér nokkrar myndir frá vinnu okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli