Ég var að hlusta á Menntavarp þeirra Ragnars og Ingva Hrannars áðan. Í þetta sinn var Bjarndís Fjóla þátttakandi og umræðuefnið var Samspil 2015. Þau fóru vítt og breytt yfir í umræðunni sem var mjög jákvæð. Þau ræddu m.a. um ábyrgð þeirra sem kunna aðeins meira fyrir sér í upplýsingatækni að hjálpa hinum sem eru óöruggir í tækninni. Ég er algerlega sammála þeim þar því það er alveg nauðsynlegt og það er einmitt tilgangur Samspils 2015 verkefnisins. Takk kærlega fyrir umræðuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli