Ég tók þátt í vefnámskeiði á vegum Samspil 2015 í dag. Í þetta sinn var það Erla Stefánsdóttir frá Margmiðlunarveri Skóla og frístundasviðs Reykjavíkur.
Erla er að vinna að mörgum spennandi verkefnum í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkur.
Erla kynnti aðeins margmiðlunarverið og þau verkefni sem framundan eru. Hún sagði m.a. að námskeiðin sem eru í boði hjá henni verði væntanlega birt á heimasíðu versins í framtíðinni.
Hún kynnti síðan eitt og annað áhugavert sem kennarar ættu að nýta sér í kennslu.
AirServer er íslenskt hugvit sem er ókeypis fyrir íslenska skóla. Með AirServer er hægt að tengja iPadinn við skjá og vinna þannig með hann þráðlaust í skólastofunni.
Turfhunt er smáleikjaforrit fyrir snjallsíma. Mjög skemmtilegt til þess að útbúa ratleiki úti. Forritið vísar nemendum á örnefni og fl. í nágrenninu. Mjög góðar leiðbeiningar eru á heimasíðu Locatify.
Erla sagði frá nokun Green screen í hreyfimyndagerð. Þá eru fígúrurnar settar fyrir framan grænan bakgrunn. Valið er í smáforritinu StoppMotion aðgerðinn "Green screen" og svo þá verður bakgrunnurinn svartur í forritinu. Þá er hægt að setja inn bæði þemu sem eru til í forritinu og sækja ljósmyndir sem við erum með í iPadinum. Skemmtilegur fídus sem ég vissi ekki af og kem örugglega til með að nota. Skemmtilega einfalt.
Erla fór einnig yfir ljósmyndatökur og á hvern hátt við getum nýtt ljósmyndir og ljósmyndun í skólastarfi. Hún lagði áherslu á að við kennum börnunum grunnatriðin og kennum þeimm ekki hvað síst að skoða ljósmyndir. Fór yfir gullinsnið sem ég hef einmitt nýtt mér mikið í kennslu elstu barnanna í leikskólanum í ljósmyndun. Hér má sjá ýmislegt um gullinsnið "rule of thirds".
Explain Everything smáforritið er algjör snilld og fór Erla aðeins yfir möguleikana í notkun þess. Frábært t.d. til þess að leyfa börnum að gera kynningar um eitt og annað.
Erla sagði einnig frá heimildagerð í grunnskólum. Af hverju ekki að kenna börnunum að nýta miðilinn til þess að börnin fræðist um leið og þau vinna að kvikmyndagerð. Hún nefndi nokkur áhugaverð dæmi. Mér finnst þetta mjög áhugavert og sé fyrir mér möguleika hjá okkur í leikskólnum með elstu börnunum.
Undirbúningur skiptir miklu máli í allri kvikmyndagerð. Til eru í dag forrit til þess að auðvelda undirbúningsvinnuna t.d. Celtex. Hér er að finna stutt myndbönd sem hægt er að nota við stuttmyndagerð. Hér er einnig myndband þar sem notaðir eru postit miðar til þess að útbúa senur í stuttmynd. Skoðið einnig vef sem Björgvin útbjó fyrir Náms.is, alveg frábær.
Frábært að hlusta á Erlu og ég fékk margar góðar hugmyndir sem gaman væri að vinna að.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli