18. október 2015

Menntaspjall um vinnumat

Ég tók þátt í #menntaspjall um vinnumat á Twitter í morgun. Ég hef ekkert vit á því efni enda varðar það mig ekki þar sem ég er kennari í leikskóla.
Ég hef þó fylgst með umræðunni, bæði á vefmiðlum og einnig innan Kennarasambandsins. Ég verð að segja að mér finnst þetta óttalegt kjaftæði. Skil ekki af hverju grunnskólakennarar eru svo á móti því að skýra frá því hvaða verkefnum þeir eru að sinna í daglegu starfi sínu og fá þá metna. Það hlýtur að vera betra að fá greitt fyrir það sem þú ert að vinna að, ekki satt. Ekki það að mér finnst að þetta sé óþarfi, kennarar eru allajafna afar duglegir og vinnusamir. Það á bara að vera viðurkennt í samfélaginu að þeir eru að vinna vinnuna sína. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á almenningi er að þeir eru ekki að vinna á vinnustaðnum og því hefur litið svo út sem þeir séu að svíkjast um. Almenningur lítur yfir bílastæðin fyrir utan grunnskólana og segir að kennarar séu farnir úr vinnu kl. 14 í stað 16. Þetta er að einhverju leiti skiljanlegt viðhorf.
Spurning hvort viðhorfið kemur til með að breytast eitthvað við gerð þessa vinnumats, veit ekki.
Við höfum hingað til borið þá gæfu í leikskólanum að vinna einfaldlega þau verkefni sem þarf að vinna. Við höfum ekkert alltaf tíma til þess, en það er önnur saga.
Við höfum hingað til nýtt okkur mannauðinn í starfsmannahópnum og góða samvinnu, þeir sem eru flinkari í einhverju ákveðnu taka að sér þau verk o.s.frv. Spurning hvort það er þannig einnig í grunnskólanum?

Engin ummæli: