Ég ætti sennilega að skrifa í fyrirsögnina öpp/smáforrit sem ég er nýlega farin að nota. Það bara verður svo löng fyrirsögn. Hvað um það ég ætla semsagt að segja ykkur frá smáforritum sem mér hefur nýlega verið bent á og ég byrjaði strax að nota í starfi og einkalífi.
BULLER
BULLER er smáforrit sem allir kennarar eiga að hafa í símanum sínum. Smáforrit sem mælir hávaða í umhverfinu. Ég get sýnt börnunum í símanum mínum hversu mikill hávaði er í stofunni og þau lækka sig með það sama. Forritið er mjög sjónrænt og litaglatt. Á meðan að græniliturinn ríkir erum við í góðum málum, en þurfum að hafa gát á þegar gula ljósið kemur og lækka okkur heldur betur þegar ljósið er orðið rautt. Það var vinnueftirlitið í Noregi sem lét útbúa þetta smáforrit.
GOOGLE TRANSLATE
Google Translate smáforritið er alger snilld. Það er auðvitað ekki ný uppgvötun að nýta sér Google Translate til þess að þýða yfir á önnur tungumál. Nýjungin felst aðallega í því að nýta appið/smáforritið í daglegu spjalli við foreldra af erlendum uppruna í leikskólanum. Þá er ég aðalega að tala um þann möguleika að geta þýtt íslensku eða ensku yfir á annað tungumál og nota míkrafón möguleikann. Þannig getum við með auðveldum hætti spjallað saman og það er merkilegt nokk hvað við skiljum hvert annað með þessum hætti. Stutt skilaboð eins og um foreldrafund, barnið fór í gönguferð, vantar pollagalla, bleiur og slíkt verða leikur einn með þessu smáforriti. Hvet alla kennara til þess að nýta sér þessa snilld og gera þannig foreldra upplýstari um hagi barnanna frá degi til dags. Hér er áhugaverður sjónvarpsþáttur um tilurð þessa frábæra smáforrits. Hér er svo upptaka sem sýnir hvernig við getum notað samtalsþátt smáforritsins. Ég er búin að vera að prófa þetta með pólskum foreldrum og þetta svínvirkar.
PERISCOPE
Periscope smáforritið er nýkomið á markað og er ætlað til beinnar útsendingar á efni. Eigendur þess og framleiðendur eru þeir sömu og eiga Twitter, en þú þarft samt ekkert að tengja það saman frekar en þú vilt. Ég er ekki mikið búin að vera að prófa það, en svona smávegins samt og þá aðallega til þess að fylgjast með öðrum að tjá sig um hitt og þetta. Smáforritið er ætlað til þess að streyma á Netið viðburðum í rauntíma. Það verður að teljast líklegt að þetta smáforritið verði nýjasta æðið (Trendið) í unglingaheimnum. Sennilega kemur það líka til með að marka straumhvörf í fjölmiðlaumfjöllun. Með því er hægt að sjónvarpa um alla veröld því sem er að gerast t.d. á hamfarasvæðum, í stríði o.s.frv. Hér er sýnt hvernig hægt er að nota forritið.Hér eru líka leiðbeiningar.
18. október 2015
Menntaspjall um vinnumat
Ég tók þátt í #menntaspjall um vinnumat á Twitter í morgun. Ég hef ekkert vit á því efni enda varðar það mig ekki þar sem ég er kennari í leikskóla.
Ég hef þó fylgst með umræðunni, bæði á vefmiðlum og einnig innan Kennarasambandsins. Ég verð að segja að mér finnst þetta óttalegt kjaftæði. Skil ekki af hverju grunnskólakennarar eru svo á móti því að skýra frá því hvaða verkefnum þeir eru að sinna í daglegu starfi sínu og fá þá metna. Það hlýtur að vera betra að fá greitt fyrir það sem þú ert að vinna að, ekki satt. Ekki það að mér finnst að þetta sé óþarfi, kennarar eru allajafna afar duglegir og vinnusamir. Það á bara að vera viðurkennt í samfélaginu að þeir eru að vinna vinnuna sína. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á almenningi er að þeir eru ekki að vinna á vinnustaðnum og því hefur litið svo út sem þeir séu að svíkjast um. Almenningur lítur yfir bílastæðin fyrir utan grunnskólana og segir að kennarar séu farnir úr vinnu kl. 14 í stað 16. Þetta er að einhverju leiti skiljanlegt viðhorf.
Spurning hvort viðhorfið kemur til með að breytast eitthvað við gerð þessa vinnumats, veit ekki.
Við höfum hingað til borið þá gæfu í leikskólanum að vinna einfaldlega þau verkefni sem þarf að vinna. Við höfum ekkert alltaf tíma til þess, en það er önnur saga.
Við höfum hingað til nýtt okkur mannauðinn í starfsmannahópnum og góða samvinnu, þeir sem eru flinkari í einhverju ákveðnu taka að sér þau verk o.s.frv. Spurning hvort það er þannig einnig í grunnskólanum?
Ég hef þó fylgst með umræðunni, bæði á vefmiðlum og einnig innan Kennarasambandsins. Ég verð að segja að mér finnst þetta óttalegt kjaftæði. Skil ekki af hverju grunnskólakennarar eru svo á móti því að skýra frá því hvaða verkefnum þeir eru að sinna í daglegu starfi sínu og fá þá metna. Það hlýtur að vera betra að fá greitt fyrir það sem þú ert að vinna að, ekki satt. Ekki það að mér finnst að þetta sé óþarfi, kennarar eru allajafna afar duglegir og vinnusamir. Það á bara að vera viðurkennt í samfélaginu að þeir eru að vinna vinnuna sína. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á almenningi er að þeir eru ekki að vinna á vinnustaðnum og því hefur litið svo út sem þeir séu að svíkjast um. Almenningur lítur yfir bílastæðin fyrir utan grunnskólana og segir að kennarar séu farnir úr vinnu kl. 14 í stað 16. Þetta er að einhverju leiti skiljanlegt viðhorf.
Spurning hvort viðhorfið kemur til með að breytast eitthvað við gerð þessa vinnumats, veit ekki.
Við höfum hingað til borið þá gæfu í leikskólanum að vinna einfaldlega þau verkefni sem þarf að vinna. Við höfum ekkert alltaf tíma til þess, en það er önnur saga.
Við höfum hingað til nýtt okkur mannauðinn í starfsmannahópnum og góða samvinnu, þeir sem eru flinkari í einhverju ákveðnu taka að sér þau verk o.s.frv. Spurning hvort það er þannig einnig í grunnskólanum?
11. október 2015
Alþjóðlegur dagur kennara
Í tilefni af Alþjóðadegi kennara mánudaginn 5. október ákvað ég að gefa þeim sem fylgja mér á samfélagsmiðlum smá innsýn í starfið mitt. Sendi þannig inn reglulega yfir daginn myndir ásamt texta þar sem ég sagði frá því hvað ég var að fást við.
Fyrstu færsluna sendi ég inn á samfélagsmiðla rétt upp úr átta um morguninn. Þá var ég byrjuð að kenna. Fyrst á morgnanna stýri ég leikhópi þar sem lögð er áhersla á málþroska/læsi. Í leikhópnum nota ég yfirleitt alltaf iPad og þá smáforritið hennar Bryndísar Guðmunds talmeinafræðings Lærum og leikum með hljóðin.
Ég er afar ánægð með þetta smáforrit og sé miklar framfarir hjá börnunum mínum, sér í lagi þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.
Eftir smá kaffipásu tók við kennsla elstu barnanna. Þau koma alltaf til mín í upplýsingatækni einu sinni í viku. Ég er að gera tilraun með að kennna þeim í hóp fjórum í einu og legg þá áherslu á eitt smáforrit í senn. Við hófum vinnu við skemmtilegt verkefni í vikunni á undan. Börnin sömdu sögu og gerðu söguborð við hana. Í þessum tíma var því komið að því að útbúa persónur og leikendur í sögunni og einnig þá bakgrunna sem þau vilja nota við sögugerðina. Börnin eru að læra á smáforritið Pubbet Pals. Þau læra að útbúa eigin sögu alveg frá grunni. Þetta var alveg einstaklega skemmtileg kennslustund enda börnin afar hugmyndarík og klár. Þau nýttu vel efniviðinn sem var í boði og höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig þau vildu hafa söguna.
Eftir hádegisverð er komið að hvíld og bóklestri. Ég er svo heppin að fá að lesa fyrir nokkur elstu barnanna og valdi að byrja á bókinni Tröllagleði. Við lásum ca. 1/3 af henni og fórum svo í smáforrit sem heitir Froskaleikur og er eins og Lærum og leikum með hljóðin úr smiðju Bryndísar Guðmundsdóttur. Frábært forrit sem börnin eru afar spennt yfir því við erum svo lengi að fara í gegnum það allt. Höfum núna verið í þrjár vikur að vinna í því og erum ekki ennþá búin að komast í kastalann. Það styttist samt í það og þess vegna eru börnin afar spennt orðin.
Eftir hádegi tók svo aftur við vinna með elstu börnunum. Núna voru það aðrir tveir hópar sem komu í upplýsingatæknitíma.Eins og um morguninn þá vorum við að skapa persónur og leikendur, bakgrunna og æfa okkur í forritinu Pubbet Pals. Mikið rosalega hef ég gaman af því að vera með þeim í þessari vinnu. Börnin eru svo skemmtileg og hugmyndarík. Hægt er að fylgja okkur eftir hér.
Rétt fyrir kl. 16 hentist ég svo úr leikskólanum og náði rétt svo í tæka tíð á málþing um samfélagsmiðla sem haldið var í tilefni Alþjóðadags kennara á Grand Hótel. Þar voru mjög áhugaverð erindi flutt um notkun samfélagsmiðla í kennslu. Ég hélt áfram að senda inn myndir á samfélagsmiðla frá þessum viðburði. Hægt er að sjá og hlusta á erindin hér.
Það var eftirminnilegt þegar Ingvi Hrannar lét þrjá sjálfboðaliða tæma tannkremstúpu, sjampóbrúsa og raksápu. Hætti svo við í miðjum klíðum og bað fólkið um að taka efnið til baka. Það var auðvitað ekki hægt og svipurinn á þeim var óborganlegur. Þetta gerði hann til þess að sýna verklega fram á það hversu varkár við verðum að vera á samfélagsmiðlum. Það sem við skrifum og setjum á miðlana er ekki aftur tekið.
Alþjóðadag kennara endaði ég svo á því að útbúa Fréttabréf fyrir Faghóp um skapandi leikskólastarf. Í fyrsta sinn kom Fréttabréfið eingöngu út í rafrænu formi, áður hafði það verið útbúið í word og sent á Netið í pdf formi. Fréttabréfið útbjó ég í Tackk sem ég er afar ánægð með. Hentar ljómandi vel til þess að útbúa fréttabréf.
Fyrstu færsluna sendi ég inn á samfélagsmiðla rétt upp úr átta um morguninn. Þá var ég byrjuð að kenna. Fyrst á morgnanna stýri ég leikhópi þar sem lögð er áhersla á málþroska/læsi. Í leikhópnum nota ég yfirleitt alltaf iPad og þá smáforritið hennar Bryndísar Guðmunds talmeinafræðings Lærum og leikum með hljóðin.
Ég er afar ánægð með þetta smáforrit og sé miklar framfarir hjá börnunum mínum, sér í lagi þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.
Eftir smá kaffipásu tók við kennsla elstu barnanna. Þau koma alltaf til mín í upplýsingatækni einu sinni í viku. Ég er að gera tilraun með að kennna þeim í hóp fjórum í einu og legg þá áherslu á eitt smáforrit í senn. Við hófum vinnu við skemmtilegt verkefni í vikunni á undan. Börnin sömdu sögu og gerðu söguborð við hana. Í þessum tíma var því komið að því að útbúa persónur og leikendur í sögunni og einnig þá bakgrunna sem þau vilja nota við sögugerðina. Börnin eru að læra á smáforritið Pubbet Pals. Þau læra að útbúa eigin sögu alveg frá grunni. Þetta var alveg einstaklega skemmtileg kennslustund enda börnin afar hugmyndarík og klár. Þau nýttu vel efniviðinn sem var í boði og höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig þau vildu hafa söguna.
Eftir hádegi tók svo aftur við vinna með elstu börnunum. Núna voru það aðrir tveir hópar sem komu í upplýsingatæknitíma.Eins og um morguninn þá vorum við að skapa persónur og leikendur, bakgrunna og æfa okkur í forritinu Pubbet Pals. Mikið rosalega hef ég gaman af því að vera með þeim í þessari vinnu. Börnin eru svo skemmtileg og hugmyndarík. Hægt er að fylgja okkur eftir hér.
Rétt fyrir kl. 16 hentist ég svo úr leikskólanum og náði rétt svo í tæka tíð á málþing um samfélagsmiðla sem haldið var í tilefni Alþjóðadags kennara á Grand Hótel. Þar voru mjög áhugaverð erindi flutt um notkun samfélagsmiðla í kennslu. Ég hélt áfram að senda inn myndir á samfélagsmiðla frá þessum viðburði. Hægt er að sjá og hlusta á erindin hér.
Það var eftirminnilegt þegar Ingvi Hrannar lét þrjá sjálfboðaliða tæma tannkremstúpu, sjampóbrúsa og raksápu. Hætti svo við í miðjum klíðum og bað fólkið um að taka efnið til baka. Það var auðvitað ekki hægt og svipurinn á þeim var óborganlegur. Þetta gerði hann til þess að sýna verklega fram á það hversu varkár við verðum að vera á samfélagsmiðlum. Það sem við skrifum og setjum á miðlana er ekki aftur tekið.
Alþjóðadag kennara endaði ég svo á því að útbúa Fréttabréf fyrir Faghóp um skapandi leikskólastarf. Í fyrsta sinn kom Fréttabréfið eingöngu út í rafrænu formi, áður hafði það verið útbúið í word og sent á Netið í pdf formi. Fréttabréfið útbjó ég í Tackk sem ég er afar ánægð með. Hentar ljómandi vel til þess að útbúa fréttabréf.
2. október 2015
Skólaþing 8. deildar FL og FSL á Selfossi
Ég var í dag með vinnustofu á skólaþingi á Selfossi. Þetta var einhver fjölmennasta vinnustofa sem ég hef verið með. Gekk alveg ótrúlega vel, enda þátttakendur afar áhugasamir og með á nótunum. Markmiðið með vinnustofunni var m.a. að þátttakendur yfirvinni óöryggi sitt í að nota iPadinn í leikskólanum. Það er nefnilega þannig að í mörgum leikskólum liggur iPadinn upp í hillu og enginn finnur not fyrir hann. Ég lagði áherslu á að þátttakendur setji sér markmið með notkun hans og bæti honum inn í það góða starf sem fyrir er í leikskólanum. Svo kenndi ég þeim á fjögur mjög góð smáforrit. Þátttakendur fengu góðan tíma til þess að æfa sig í öppunum og markmiðið var að þeir gætu strax á mánudeginum farið í leikskólann og byrjað að vinna með börnunum í iPadinum. Öll smáforritin eru þannig gerðar að þau ýta undir sköpun og ímyndunarafl barnanna og eru læsishvetjandi um leið. Smáforritin sem ég kenndi þeim á eru:
Book Creator |
Chatter Pix |
Little Story Creator |
Pubbet Pals |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)