19. desember 2005
Podcasting - talmál á netinu
Ég mátti til með að prufa þetta nýja fyrirbæri. Hægt er að nálgast upptökurnar mínar hér.
13. desember 2005
Borðstofa námsmannsins
Frelsið er yndislegt, ég vil gera það sem ég vil. Svona leit borðstofan út þegar ég kom heim í gær, tíbilcal námsmannastofa. Núna er ég sem sagt komin í jólafrí í skólanum. Enginn skóli fyrr en um miðjan janúar, það verður frábært. Ég ætla ekki aftur að taka svo margar einingar í einu. Það var bara rugl og hættir að vera gaman að læra. Eftir áramót fer ég í skemmtilegan áfanga sem heitir Margmiðlun til náms og kennslu. Þá erum við að læra á ýmis forrit og það finnst mér svo gaman. Í júní ætla ég svo að láta útskrifa mig það verður líka gaman. Ég skálaði við Ásdísi í gærkvöldi, nú er hún búin í skólanum á bara eftir að útskrifast í júní. Það styttist í að við förum til Frakklands, var að segja við krakkana að nú þyrftum við að fara að þvo og svona... Það hefur allt setið á hakanum vegna náms og vinnu. Nú verður breyting þar á. Gaman að lifa.
25. nóvember 2005
Námskeið
Eftir námskeiðið fór ég svo á fund leikskólasérkennara. Þar var m.a. til umfjöllunar tillögur vinnuhóps sem skipaður var á fundi s.l. vor. Gott starf sem nefndin vann og góðar tillögur að úrbótum sem þær leggja fram. Vonandi að þær verði kynntar sem víðast.
Af náminu er það að frétta að ég er að leggja lokahönd á verkefnin á tveimur námskeiðum og byrja að lesa undir próf á einu. Það skal alltaf vera jafnmikið að gera á þessum árstíma í náminu. Annað í lífinu gengur sinn vana gang. Allir eru hraustir og við hér heima farin að telja niður dagana þar til við förum til Frakklands. Það sama gerir Hrafn hinum megin við hafið.
16. nóvember 2005
Staðbundin lota
Flensa hefur annars verið á bænum, við höfum öll veikst af henni, ekki gott. Ágætt samt að vera búin að afgreiða þann pakka, vonandi verðum við þá öll hress þegar við förum í ferðalagið. Ég virðist ætla að vera á faraldsfæti á næsta ári. Fer til Frakklands í desember, London í janúar og Prag í apríl, Spánar í maí-júní og svo líklegast til USA í október.
22. október 2005
Nám og nám
Verkefnin á námskeiðinu Tölvur með fötluðum verða til samhliða vafri á netinu. Við erum að fá aðgang hjá kennaranum að ýmsu áhugaverðu efni. Eins og vanalega "dett ég í það" á netinu. Þannig verður til samsafn af mörgum krækjum sem við erum að skoða. Alveg ótrúlegt hvað það er til mikið af efni á þessum veraldarvef.
Af öðru er allt gott að frétta. Við njótum þess að halda okkur innan dyra í skammdeginu. Kúrum upp í sófa eða sláumst um tölvuna. Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur undanfarið og er það fínt. Allt gengur vel hjá Hrafni í Frans, hann er farinn að hlakka til að hitta mömmu í desember. Skrítið hvað fjarlægðin gerir alltaf fjöllin blá. Annars er hann á skypinu alla daga svo við spjöllum að ég held meira núna en þegar hann er heima.
12. september 2005
Staðbundin lota
8. september 2005
Haustnámskeiðin að byrja
Ég er nú svolítið farin að bíða eftir niðurstöðum úr námskeiðunum í sumar, veit ekki hvenær við fáum þær.
Ég var að skoða mig um á heimasíðu BETT og mig langar svakalega að fara á þessa sýningu, ef það er einhver þarna úti sem vill styrkja mig til fararinnar þá er ég til í að þyggja það.
8. júní 2005
Á Spáni
Kaer kvedja frá Spáni.
2. júní 2005
Skóladagar
28. maí 2005
Þetta er helst í fréttum
18. maí 2005
Vordagar
10. maí 2005
Námið hafið að nýju
Ég byrjaði aftur fyrir alvöru að hreyfa mig, ákvað að skrá mig á lokað námskeið til þess að ég neiddist til þess að fara að minnsta kosti þrisvar í viku í íþróttir. Ég er búin að vera alveg skelfilega ódugleg í íþróttum frá því um áramót. Núna verður þar breyting á. Ný forgangsröðun.
6. maí 2005
Óvissuferð
Það sem ég ætlaði að skrifa um er frábær óvissuferð sem ég fór í s.l. miðvikudagskvöld. Ég vissi auðvitað ekkert frekar en hinir hvert ferðinni var heitið, en það var farið með okkur á Draugasetrið á Stokkseyri. Mikið rosalega var gaman, ég mæli hiklaust með því að fólk komi þar við og gleymi sér í heimi drauga um stund. Frábær hugmynd að breyta svona gömlu frystihúsi, sem ekkert not var fyrir í þessa líka skemmtilegu afþreyingu. Svo var farið með okkur á veitingahúsið Við fjöruborðið. Ég hef reyndar komið þangað áður og alltaf er humarinn jafn góður og staðurinn sjarmerandi. Það voru allir mættir fyrir utan eina sem veiktist og komst ekki með. Það er auðvitað alveg frábært að skemmta sér svona með vinnufélögum og ekki verra þegar svona vel tekst til.
30. apríl 2005
Verkefnaskil
Ég held að ég komi til með að halda áfram að blogga, hef áform um það. Ég á vini og ættingja sem eru að fylgjast með mér og mínum í gegnum bloggið. Læt þetta duga í bili.
29. apríl 2005
Það er að koma helgi
Ég hef nokkuð orðið vör við að þegar kemur að tölvulausnum eða starfænum hlutum að fólk er oft nokkuð latt við að leita sér upplýsinga og vill helst láta gera fyrir sig frekar en að lesa sér til um hlutina. Vinkona mín fékk gefins stafrænann hitamælir frá Landsbankanum sem er með klukku og vekjara. Í hálft ár hefur "dótið" að hennar sögn hringt kl.20 á hverju kvöldi og hún bara slökt. Af hverju ertu ekki búin að taka hringinguna af? spurði ég eins og bjáni. Bara, ég kann ekkert á svona dót. Fylgdu ekki leiðbeiningar spurði ég. Æiii það eru einhversstaðar leiðbeiningar, en ég hef ekki nennt að kynna mér þær. Svona svör fær maður nokkuð oft og alveg ótrúleg seigla að nenna að hlaupa til og slökkva í hálft ár á hverjum degi. Svona var þetta líka einu sinni fyrir langa löngu hjá foreldrum mínum, örbylgjuofninn hringdi alltaf á ákveðnum tíma og ekki nenntu þau að lesa bæklinginn til þess að slökkva á þessu. Svona lagað verður oft til eftir að rafmagnið hefur verið tekið af tímabundið. Þá ruglast tækin og fólk lætur vera að laga styllingar, telur sig ekki kunna það eða vill að einhver annar geri það.
Jæja þetta var nú bara svona pæling. Ég ætla að vera dugleg um helgina og klára námskeiðið um helgina. Svo hef ég það bara gott í maí, það er að segja svona að mestu. Er reyndar að byrja aftur að vinna 100% vinnu í leikskólunum, það verða viðbrygði.
14. apríl 2005
Í dagsins önn
5. apríl 2005
Áhrif tölvuleikja
Þegar maðurinn minn var lítill í sveitinni fyrir austan, áttu systur hans að passa hann í heyskapnum. Þær voru auðvitað uppteknar í eigin leik og vildu ekki hafa of mikið fyrir honum svo þær ákváðu að hræða hann. Sögðu við hann að ef hann færi niður að bæjarlæknum gæti hann dottið ofan í hann og þá myndi hann deyja. Einn sólbjartann daginn kom hann hágrátandi heim að bæ, rennblautur frá toppi til táa og sagðist vera dáinn. Systurnar vissu strax upp á sig skömmina og hugguðu hann, en voru lengi að sannfæra hann um það að hann væri ekki dáinn.
Fyrir mánuði eða svo gerðist það í leikskólanum mínum að einn fimm ára strákur kom hágrátandi fram úr herbergi, þar sem hann hafði verið í leik með tveimur öðrum drengjum, í trékubbum. Hann virtist óhuggandi og þegar hann mátti mæla gat hann sagt mér að vinir hans segðu að hann ætti ekkert líf eftir. Þeir sem þekkja til tölvuleikja vita hvaðan það er komið.
Svona breytast tímarnir og mennirnir með.
31. mars 2005
Skil til Sólveigar
Ég skráði mig á málþing sem verður á morgun e.h. Fljótandi skil milli skólastiga. Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá á skráningarlistanum að langflestir þátttakendur eru starfandi innan leikskólans. Það er eins og grunnskólakennurum finnist málefnið ekki koma sér við. Hvernig eiga þessi skil að vera fljótandi án þátttöku annars aðilans.
15. mars 2005
Macromedia Captivate
Ég er búin að vera að rannsaka netnotkun unglinga, mikið svakalega er erfitt að kóða athugunanirnar sem ég gerði. Er ég að gera þetta of flókið? Kannski, veit ekki. Það er mikið að gera hjá mér bæði í vinnu og heima svo ég verð að sæta lagi að vinna að skólaverkefnunum. Erfitt að vera ekki kennari í grunnskóla, ég verð að grípa alla unglinga sem koma í heimsókn til þess að rannsaka netnotkunina. Verst að nú er einn unglingurinn í hópnum kominn með bílpróf og það kemst ekkert annað að en að rúnta út um borg og bý. Kannski er það bara jákvætt, þeir verða þá ekki netfíklar á meðan.
21. febrúar 2005
Eitthvað að bardúsa
Í kvöld er ég að fara á íbúafund/hverfisfund hér í mínum bæ. Það á víst að fara að breyta skipulagi þannig að í staðinn fyrir fallegan trjálund komi bílaumboð og bensínstöð. Það er eins og það megi aldrei láta græn svæði í friði, allt verður að víkja fyrir "fjandans" bílnum. Spaugstofan er drjúg við að benda á ýmislegt sem betur má fara hér í Kópavogi, s.b. sl. laugardag. Það er að verða til flokkur brandara, Kópavogsbrandarar. "Það er dýrt að búa í Kópavogi!" (borið fram dimmraddað) .
Það var umfjöllun í þættinum Í brennidepli í gærkvöld um geymslu á stafrænum myndum. Þar sögðu sérfræðingar að líklega myndu myndir nútímans ekki verða til í framtíðinni. Tæknin og búnaður til þess að geyma myndirnar hafa þar áhrif. Gömlu myndirnar sem geymdar eru á glerplötum munu líklega lifa stafrænu myndirnar af. Það var ekki fjallað um myndir sem fólk er að setja inn á veraldarvefinn, verða myndirnar þar til eilífðarnóns? Maður á auðvitað að vera duglegri að varðveita það sem er í tölvunni, en þá er það ekki nóg það þarf að vera stöðugt að uppfæra í takt við tækninýjungarnar. Ég á alveg fullt af diskettum sem eru einskinsnýtar í dag, lokaritgerðin mín úr sérkennslufræðunum er á einum þeirra. Floppydrif er á undanhaldi, ég var bara svo gamaldags að ég lét flytja drifið yfir í nýju tölvuna, en sennilega verður það ekki gert næst þegar uppfæra þarf. Skrítið þegar maður er orðinn "gamaldags" ekki nema ári síðar. Hér einu sinni var maður gamaldag ef maður hélt í eitthvað sem var "inn" fyrir áratug eða svo.
19. febrúar 2005
Ein ánægð með sig
16. febrúar 2005
Hratt líður stund
10. febrúar 2005
Verkefnin
6. febrúar 2005
Að halda áfram
2. febrúar 2005
Lítið eitt.
27. janúar 2005
Um vefrallý
26. janúar 2005
Óæskilegur póstur
22. janúar 2005
Vefleiðangur
18. janúar 2005
Mikið að gera
15. janúar 2005
Ný verkefni
11. janúar 2005
Viðbrögð
Staðlota
9. janúar 2005
Bloggað í fyrsta sinn
Ég hugsa þessa síðu sem nokkurns konar dagbók vegna þess að ég er í námi í KHÍ, Tölvu- og upplýsingatækni. Ég hef hugsað mér að fjalla um framvinduna í náminu og svo ýmislegt annað sem mér liggur á hjarta hverju sinni.